Back to the year 1904
While I've been photographing in Freyvangsleikhúsið theater the last few days, I've had some time to look around and tonight this old framed photo caught my eye. There we see a group of actors from the play "Yfirdómarinn / Chief Justice" put on stage at the parsonage in Saurbær in 1904.
And to my surprise the photographer is Jón J. Dahlmann, my husband's great-grandfather!
Jón J. Dahlmann (1873-1949)
Jón Jónsson Dahlmann var fæddur í Vík í Lóni, Austur-Skaftafellssýslu árið 1873. Faðir hans var Jón Jónsson (1834-1873), bóndi í Vík, móðir hans var Margrét Þorsteinsdóttir (1841-1911) húsfreyja í Vík. Jón tók upp ættarnafnið Dalmann árið 1901 en síðar var það stafsett "Dahlmann". Jón var gagnfræðingur frá Möðruvallaskóla (1895) en lærði ljósmyndun hjá Eyjólfi Jónssyni á Seyðisfirði 1895-1897. Jón var ljósmyndari á ljósmyndastofu Björns Pálssonar á Ísafirði 1897-1900. "Rak ljósmyndastofu Björns Pálssonar á Akureyri ... 1900-1901, keypti hana síðan 1902 og rak í eigin nafni til 1910 ... Rak verslun á Akureyri 1907-1912. Keypti ljósmyndastofu Daníels Davíðssonar í Ljósmyndarahúsinu á Sauðárkróki og rak hana frá vori 1910 til hausts 1911. Fékkst við ljósmyndun á Seyðisfirði 1911-1912. Setti á stofn ljósmyndastofu með Ólafi Oddssyni í Þingholtsstræti 3 í Reykjavík 1913 og ráku þeir hana til 1918. Leigði 1918-1922 ljósmyndastofu Carls Ólafssonar á Laugavegi 46 og keypti hana 1922 og rak til 1940." Jón var stofnfélagi Ljósmyndarafélags Íslands 1926 og heiðursfélagi þess 1944. Maki var Ingibjörg Jónsdóttir (1875-1940). Þau áttu 7 börn. Jón dó árið 1949.
Frá Þjóðminjasafninu:
JÓN J. DAHLMANN (JJD) 1873-1949, ljósmyndari, Akureyri, Sauðárkróki, Seyðisfirði og Reykjavík.
Keypt af Jóni J. Dahlmann 11. maí 1940 á 250 kr. Viðbót var gefin 11. desember 1996 af Jóni Axel Egilssyni.
Aldur: Aðallega 1918-1940, en einnig nokkuð af eldri útimyndum. Jafnframt er varðveitt sem hluti af safninu plötusafn frá ljósmyndastofu Carls Ólafssonar frá 1910-18.
Fylgifé: 10 skráningarbækur og ljósmyndavélar. Einnig nokkrar ljósmyndir.
Tölusett: 35.724 plötur (mannamyndir), fyrstu 15.479 plöturnar eru frá starfsárum Carls, og um 880 plötur (útimyndir). Ultrafoto-plötur (margar myndir á sömu plötu) 298 plötur. Plötur teknar á Vopnafirði um 1915, 119 stykki.
Ótölusett: Um 2.550 plötur.
Eftirtökur: Ívar Brynjólfsson (eftir útimyndum og myndum af Vopnafirði). Ívar skannaði inn þær filmur og plötur sem Jón Axel gaf til viðbótar.
Skrá: Sigríður Björnsdóttir gerði spjaldskrá yfir mannamyndir. Inga Lára Baldvinsdóttir gerði drög að skrá yfir útimyndir. Sú skrá hefur verið sett í Sarp, almenna myndaskrá, undir einkennisstöfunum JJD af Forsvari á Hvammstanga.
Myndefni: Mannamyndir frá ljósmyndastofu Carls og Jóns á Laugavegi 46 í Reykjavík.
Útimyndir víða að af landinu, m.a. Reykjavík, Akureyri og Seyðisfirði.
Comments
Sign in or get an account to comment.