Gunnhildur

By Gunnhildur

Retriever training in the swamp

Nóg að verkefnum hér á bæ fyrir tví og ferfætlinga. Suðurferð nálgast með öllu sínu stússi. Morguninn var tekin snemma hjá mér með rannsóknarvinnu. Garðar var heima með Steinunni Birnu hlaupabólu og þrifu þau húsið hátt og lágt. Svo var hringt úr leikskólanum og Hildur Lóa komin með í eyrun. Við mæðgurnar fórum á læknavaktina (Hildur Lóa í banastuði á biðstofunni) og er hún komin með eyrnabólgu skinnið. Hundurinn svo þjálfaður, hreyfður, baðaður og blásinn (dugar ekkert minna fyrir svona borgarferðir) og sett í um fimm þvottavélar í dag. Það er nú gott að ekki allir dagar eru svona dagar.

Busy day to day, early research work, children both home sick, doctor checkup with the younger one. The dog was trained and bathed and the house and laundry cleaned. Thank god this is not the daily routine !

Comments
Sign in or get an account to comment.